mivikudagurinn 1. aprl2020

Agerar- og vibragstlun vegna Covid-19.

Oddi hf. hefur gefið út aðgerðar- og viðbragðsáætlun vegna Covid-19. Starfsemi hófst aftur í dag eftir sóttkví og verður farið eftir þeim reglum og fyrirmælum sem koma fram í áætlunum. 

Opna má áætlanirnar hér að neðan:

 

Viðbragðsáætlun

Aðgerðaráætlun

fstudagurinn 27. mars2020

Vegna Covid-19

Oddi hf beinir þeim tilmælum til íbúa, viðskiptavina og starfsmanna að engar heimsóknir eru leyfðar í starfsstöð fyrirtækisins um óákveðinn tíma vegna óvissuástands sem ríkir vegna corona veiru, COVID-19. Starfsmenn skulu í einu og öllu fara eftir viðbragðs og aðgerðaráætlun Odda hf sem þeir hafa fengið kynningu á og eru hvattir til að huga sérstaklega vel að smitvörnum utan vinnutíma. 

Að auki er starfsfólk  Odda hf hvatt til að draga úr ferðalögum eins og frekast er unnt innanlands og sleppa alfarið ferðalögum erlendis á meðan COVID-19 faraldurinn geisar og smit er talið útbreitt.

fimmtudagurinn 24. oktber2019

95 ra starfsaldursafmli - Suma 95 wplnych lat.

Marek Parzych.
Marek Parzych.
1 af 3

Í dag voru 5 starfsmönnum Odda hf. afhentar viðurkenningar fyrir langan starfsaldur í fyrirtækinu. Þetta eru Marek Parzych vegna 15 ára starfsaldurs, hjónin Januz Parzych og Anna Parzych vegna 20 ára starfsaldurs og hjónin Pétur Kozuch og Wioletta Kouzuch vegna 20 ára starfsaldurs.  Í hverju fyrirtæki er starfsfólkið mesti auðurinn og hjá þessum liggur 95 ára reynsla og þekking sem er ómetanleg. Til hamingju öll og við erum ákaflega stolt af ykkur.

Dzisiaj  5 pracowników Oddi hf.otrzymalonagrody za długi okres pracy w firmie.Są to Marek Parzych 15 lat pracy, małżeństwo  Janusz Parzych i Anna Parzych 20 lat pracy, oraz małżeństwo  Piotr Kozuch i Wioletta Kozuch 20 lat pracy.W każdej firmie pracownicy sa najwazniejsi.Wspólne ich doświadczenie i wiedza to suma 95 lat pracy,która jest nieoceniona..Gratulujemy wszystkim i jesteśmy z Was bardzo dumni.

Þriðja árið í röð er Oddi hf. meðal 2% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla skilyrði um Framúrskarandi fyrirtæki. Er það ekki síst starfsfólki okkar og traustum viðskiptavinum að þakka þennan góða árangur.

Trzeci rok z rzędu Oddi hf.wśród 2% firm w Islandii, które spełniają wymagania dla firm Excellent.Nasi pracownicy i lojalni klienci są wdzięczni za tak dobry wynik.

rijudagurinn 27. nvember2018

Kveja eftir viburarrkan slarhring.

Npur BA 69.
Npur BA 69.

Kæru bæjarbúar.

Eins og flestir ef ekki allir vita þá lenti útgerð Odda í því á sunnudagskvöldið, sem engin útgerð vill lenda í, en það er að missa skip í strand. Þetta er líka reynsla sem framkvæmdastjóri vill helst ekki búa yfir og óhætt að segja að þetta hafi verið mesta áskorun mín til þessa sem framvæmdastjóri Odda. Því miður hefur forveri minn slíka reynslu sem reyndist mikil hjálp í þessu verkefni.

En ástæðan fyrir því að mig langaði til að setja niður nokkur orð hér, er fyrst og fremst að koma skilaboðum til alls þess frábæra fólks sem kom að þessu verkefni. Það er ótrúlega gott að búa í samfélagi þar sem allir sem vettlingi geta valdið sýna ótrúlega fornfýsi þegar eitthvað stórt bjátar á. Ég vil þakka öllum sem komu að þessu og sérstaklega Smára og félögunum í björgunarsveitinni Blakk, Kjartani kafara, en reynsla hans í svona málum er gríðaleg og aðdáunarvert að sjá hann og hans menn að störfum. Félagarnir í slökkviliðinu, lögreglu og starfsmönnum Odda vil ég þakka þeirra góða framlag. Ekki stóð á aðstoð annarra útgerða eins og Vestra sem dró strax upp veiðafæri til að koma til bjargar og var til taks þar til að skipið losnaði af strandstað og einnig Arnarlaxmönnum fyrir að taka þátt í að gera tilraun til að losa skipið.

En að lokum vil ég þó sérstaklega þakka og koma kveðju til áhafnar skipsins, sem stóðu sig allir sem hetjur enda eru þetta svo sannarlega allt hetjur, sem allir brugðust vel og rétt við þeim aðstæðum sem uppi voru enda margir með áratuga reynslu af öllum þeim aðstæðum sem geta komið upp í sjómennskunni.

Fyrir öllu er að enginn slasaðist, það er alltaf hægt að laga stolt Odda sem er og verður happafleyið Núpur.

Með góðri kveðju,

Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri.

Fyrri sa
1
234567131415Nsta sa
Sa 1 af 15
Eldri frslur
Vefumsjn