žrišjudagurinn 27. nóvember 2018

Kvešja eftir višburšarrķkan sólarhring.

Nśpur BA 69.
Nśpur BA 69.

Kæru bæjarbúar.

Eins og flestir ef ekki allir vita þá lenti útgerð Odda í því á sunnudagskvöldið, sem engin útgerð vill lenda í, en það er að missa skip í strand. Þetta er líka reynsla sem framkvæmdastjóri vill helst ekki búa yfir og óhætt að segja að þetta hafi verið mesta áskorun mín til þessa sem framvæmdastjóri Odda. Því miður hefur forveri minn slíka reynslu sem reyndist mikil hjálp í þessu verkefni.

En ástæðan fyrir því að mig langaði til að setja niður nokkur orð hér, er fyrst og fremst að koma skilaboðum til alls þess frábæra fólks sem kom að þessu verkefni. Það er ótrúlega gott að búa í samfélagi þar sem allir sem vettlingi geta valdið sýna ótrúlega fornfýsi þegar eitthvað stórt bjátar á. Ég vil þakka öllum sem komu að þessu og sérstaklega Smára og félögunum í björgunarsveitinni Blakk, Kjartani kafara, en reynsla hans í svona málum er gríðaleg og aðdáunarvert að sjá hann og hans menn að störfum. Félagarnir í slökkviliðinu, lögreglu og starfsmönnum Odda vil ég þakka þeirra góða framlag. Ekki stóð á aðstoð annarra útgerða eins og Vestra sem dró strax upp veiðafæri til að koma til bjargar og var til taks þar til að skipið losnaði af strandstað og einnig Arnarlaxmönnum fyrir að taka þátt í að gera tilraun til að losa skipið.

En að lokum vil ég þó sérstaklega þakka og koma kveðju til áhafnar skipsins, sem stóðu sig allir sem hetjur enda eru þetta svo sannarlega allt hetjur, sem allir brugðust vel og rétt við þeim aðstæðum sem uppi voru enda margir með áratuga reynslu af öllum þeim aðstæðum sem geta komið upp í sjómennskunni.

Fyrir öllu er að enginn slasaðist, það er alltaf hægt að laga stolt Odda sem er og verður happafleyið Núpur.

Með góðri kveðju,

Skjöldur Pálmason framkvæmdastjóri.

mįnudagurinn 26. nóvember 2018

Nśpur BA 69 laus af strandstaš.

Nśpur BA aš leggjast aš.
Nśpur BA aš leggjast aš.
1 af 2

Varðskipið Þór dró Núp BA 69 af strandstað um kl. 9.15 í morgun. Björgunarskipið Vörður dró síðan Núpinn til Patreksfjarðarhafnar þar sem fram fór skoðun á botni og lítur út fyrir að það sé skemmd á skrúfu en litlar skemmdir á botni. Verður Núpur fjótlega dreginn til Hafnarfjarðar til viðgerðar.

Til allrar hamingju slasaðist enginn en aðstæður voru hinar bestu, logn og sjólaust. Oddi hf. vill koma á framfæri þökkum til allra sem komu að björgunaraðgerðum. 

mįnudagurinn 19. nóvember 2018

Framśrskarandi fyrirtęki annaš įriš ķ röš.

Siguršur og Skjöldur meš višurkenninguna.
Siguršur og Skjöldur meš višurkenninguna.

Oddi hf. hefur verið valið framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo annað árið í röð.

Alls uppfylla 857 fyrirtæki eða einungis 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi ströng skilyrði um fjárhagslegan styrk og stöðugleika. Við mat á fyrirtækjum er horft til þriggja ára tímabils og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin.

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Odda hf. og starfsfólk okkar.

žrišjudagurinn 30. janśar 2018

Oddi hf. er framśrskarandi fyrirtęki 2017.

Við erum bæði glöð og stolt af því að vera framúrskarandi fyrirtæki 2017 og erum þar með í hópi einungis 2,2% fyrirtækja af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá skv. Creditinfo. Oddi hf. er númer 115 af 875 fyrirtækjum á þessum lista. Þetta getum við ekki síst þakkað okkar góða starfsfólki.

Síðast liðinn mánudag var ný FleXicut skurðarvél frá Marel gangsett í Odda hf. FleXicut kerfið sem sett hefur verið upp hjá Odda samanstendur af FleXicut skurðarvél og FleXisort afurðadreifingarkerfi. FleXicut greinir og sker burt beingarð, þunnildi og sporð með mikilli nákvæmni og hlutar svo flökin niður í bita samkvæmt óskum viðskiptavinar. FleXisort er sérhannað til þess að taka við afurðum frá FleXicut og dreifa á mismunandi afurðarlínur með nýrri vipputækni sem stuðlar að bættri hráefnismeðhöndlun.
Árangur í rekstri Odda hf. hefur verið viðunandi á síðustu árum. Árið 2016 fór afkoman þó versnandi sem rekja má alfarið til styrkingar íslensku krónunnar og hækkunar á rekstrarkostnaði s.s. launa.
Vegna síversnandi afkomu, aukinnar samkeppni á öllum sviðum sjávarútvegsrekstrar, var ákveðið að grípa til aðgerða til að styrkja reksturinn og var ráðist í nokkrar kostnaðarsamar framkvæmdir.
Ráðist var í kaup á Patreki BA 64 til að bæta hráefnisöflun. Skipið var síðan útbúið með nýjustu tækni á sviði veiða með línu og meðferð hráefnis. M.a. var sett í skipið Mustad línukerfi, Rotex kerfi frá 3X á Ísafirði, andveltitankur til að bæta aðstöðu skipverja og annan tæknibúnað.
Á sama tíma var farið í endurnýjun fiskvinnslubúnaðar í fiskvinnslu félagsins með nýjum tæknibúnaði. Má þar nefna flatningsvél og roðdráttarvél frá Baader, hausara og flökunarvél frá Curio. Með þessu móti reynir fyrirtækið að ná fram sem mestri hagræðingu með aukinni nýtingu, meiri vinnsluhraða og meiri gæðum.
Kostnaður við allan þennan nýja tæknibúnað upp kominn er áætlaður tæplega 500 milljónir króna, sem verður að teljast talsverð upphæð fyrir félag af þessari stærð.

Fyrri sķša
1
234567121314Nęsta sķša
Sķša 1 af 14
Eldri fęrslur
Vefumsjón