föstudagurinn 21. september 2007
40 ára afmćli
Afmælishátíð Odda hf. og Vestra ehf. verður haldin í Félagsheimili Patreksfjarðar 3. nóvember n.k. Oddi hf. var stofnaður í mars 1967 og útgerð á fyrsta Vestra BA hófst í sama mánuði og því 40 ár liðin frá upphafi útgerðar og fiskvinnslu hjá þessum félögum.
Í tilefni afmælisins verður afmælishóf í Félagsheimili Patreksfjarðar, þar sem boðið verður til hófs núverandi og fyrrverandi starfsmönnum ásamt mökum. Þá verður boðið til hófsins, til að samfagna með okkur, starfsmönnum tengdra félaga og þjónustufyrirtækja.
Nánari fréttir þegar nær dregur.