miðvikudagurinn 23. nóvember 2005
Gæðaskjöldur til Odda hf.
Í dag afhenti Jón Jóhannesson frá Icelandic USA starfsmönnum Odda hf. gæðaverðlaun Coldwater í Bandaríkjunum fyrir framleiðslu á s.l. fiskveiðiári 2002. Í orðum Jóns við afhendingu verðlaunanna koma fram að Oddi hf væri eitt af 4 íslenskum framleiðendum í landi sem fékk þessa viðurkenningu fyrir gæði á framleiðsluvörum til Bandaríkjanna. Gæðaeinkunn Odda hf. var 95.8% en meðaleinkunn allra framleiðenda í landframleiðslu er 88%, en einkunin byggir á þúsundum sýnatöku af afurðum framleiðenda. Þetta er þriðja árið í röð og fimmta skipti á 7 árum.