fimmtudagurinn 14. desember 2006

Íslenskunámskeið

Íslenskunámskeiði hjá starfsmönnum Odda hf. og öðrum fyrirtækjum á Patreksfirði,  sem staðið hefur frá 10. október s.l.,  lauk í dag 13. desember í  kaffistofu Odda hf.

 

Guðrún Norðfjörð kennari og Steinar V Árnason meinatæknir hafa kennt á námskeiðinu sem lauk með útskrift í dag. Námskeiðið er haldið af Fræðslumiðstöð Vestfjarða og styrkt af menntunarsjóðum atvinnulífsins og Odda hf.

 

Alls sóttu 30 nemendur námskeiðið, en það stóð í 50 kennslustundir og var kennt tvisvar í viku frá kl. 17 – 19.  Flestir luku  I. og II. áfanga í íslensku og nokkrir luku III. áfanga,  en þessir nemendur búa allir og starfa á Patreksfirði, að frátöldum einum sem er frá Bíldudal.

 

Að sögn Guðrúnar Norðfjörð hefur þetta verið skemmtilegur tími, “þau eru áhugasöm og því skemmtilegt að kenna þeim að tjá sig og skilja íslensku sem best og öll hafa þau tekið miklum framförum á þessum tíma”.

 

Þetta er í fjórða skiptið á 6 árum sem haldið er íslenskunámskeið hjá Odda hf. og er það orðinn fastur liður hjá fyrirtækinu.  Við útskriftina var nemendum boðið upp á jólakökur og annað góðgæti.

Vefumsjón