þriðjudagurinn 4. október 2005

Nýr Vestri kominn á fulla ferð eftir breytingar

Nýr Vestri BA-63 er kominn á veiðar eftir viðamiklar endurbætur á spil -og vélbúnaði skipsins.  Allar glussalagnir voru endurnýjaðar og nýjar öflugar tog -og dragnótavindur settar um borð, triplex-krani með netatromlu auk tengdra verkefni. Verkið var í umsjá Vélsmiðjunnar Loga ehf. á Patreksfirði í samvinnu við vélaverkstæði Sigurðar í Reykjavík.  Góður gangur er í veiðunum og virkar búnaðurinn vel.

Vefumsjón