mánudagurinn 20. mars 2006
Nýr útgerðarstjóri
Sverrir Haraldsson, hóf störf 1. mars hjá Odda hf. sem útgerðarstjóri félagsins.
Sverrir er 27 ára gamall og lauk námi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2003, en árið 2002 lauk hann námi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá sama skóla.
Sverrir er frá Vestmannaeyjum og starfaði eftir nám sem verkefnastjóri hjá Kví ehf. við rekstur fiskeldis í Vestmannaeyjum og s.l. eitt og hálft ár sem verkefnastjóri hjá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu á Akureyri.
Sverrir er boðinn velkominn til starfa.