mánudagurinn 23. nóvember 2015

Nýtt skip til Odda hf.

Haukabergið leggst að bryggju á Patreksfirði.
Haukabergið leggst að bryggju á Patreksfirði.
1 af 2

Nýtt skip, Haukaberg SH-20, kom til heimahafnar á Patreksfirði sl. laugardagskvöld. Hið nýja skip, sem kemur í staðinn fyrir Brimnes BA 800, er talsvert stærra og yfirbyggt og mun því verða mikill munur hjá áhöfninni að fara yfir á nýja skipið.

 

Fjölmenni kom og tók vel á móti hinu nýja skipi og fagnaði með okkur í Odda. Þorsteinn Ólafasson, skipstjóri, sagði að siglingin hefði gengið vel og skipið væri traust.

Vefumsjón