fimmtudagurinn 31. desember 2015
Patrekur BA 64
Í dag eru nákvæmlega 26 ár frá því að fyrsta skip Odda hf. var afhent en það var 31. desember 1989. Skipið var Patrekur BA 64 sem hafði verið í eigu Patreksfirðinga í nokkur ár. Það er því gaman að því að hið nýja skip Odda hf. skuli fá sama nafn en Haukaberginu var gefið nýtt nafn í gær, Patrekur BA 64. Megi gæfa fylgja nýja skipinu og nafninu.