rijudagurinn 10. mars2009

Slkkvilii frar gjafir

Vátryggingafélag Íslands hf. og Vestri ehf. færðu Brunavörnum Vesturbyggðar og Slökkviliði Tálknafjarðar að gjöf 2 talstöðvar fyrir reykkafara.

 

Þessar gjafir fengu slökkviliðsmenn fyrir vasklega framgöngu um borð í Vestra BA-63 þegar eldur kom upp í skipinu í Patrekshöfn í byrjun nóvember á síðasta ári. Reykköfun er unnin við mjög erfiðar aðstæður og um borð í skipum eru þrengsli oft mikil, því er mikilvægt að góð samskipti séu á milli manna og gegna talstöðvarnar þar lykilhlutverki.

Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar og Tálknafjarðar þakkaði fyrir gjöfin og sagði að talstöðvarnar kæmu sér mjög vel og væru mikilvægt öryggstæki fyrir reykkafara.

 

Á myndinni, sem tekin var við þetta tækifæri, eru Jón Árnason skipstjóri á Vestra, Agnar Óskarsson framkvæmdastjóri tjónasviðs VÍS, Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri og Ingimundur Óðinn Sverrisson varaslökkviliðsstjóri.

Vefumsjn