mánudagurinn 15. febrúar 2016

Garđar BA 64 - líkan

Gamlir skipsfélagar, Jónatan J Stefánsson, vélstjóri og Jón Magnússon, útgerđarmađur.
Gamlir skipsfélagar, Jónatan J Stefánsson, vélstjóri og Jón Magnússon, útgerđarmađur.
1 af 2

Jónatan J. Stefánsson vélstjóri mætti til Patreksfjarðar í dag með líkan af Garðari BA 64 – landsþekktu skipi í útgerðarsögu landsins.  Upprunalegi Garðar, sem var byggður árið 1912 hefur verið í sátri í landi Skápadals í botni Patreksfjarðar frá árinu 1980.  Skipslíkanið er gert af Grími Karlssyni fyrrverandi skipstjóra  og er í réttum hlutföllum og er mikil listasmíð.

 

Jónatan sem er 73 ára í dag  15. febrúar var yfirvélstjóri fjögur síðustu árin áður en Garðari var lagt árið 1980 og ber miklar taugar til skipsins og Patreksfjarðar.  Jón Magnússon skipstjóri og stofnandi Odda og fleiri útgerðarfyrirtækja á Patreksfirði tók á móti skipinu, en það verður geymt í Odda hf á Patreksfirði,  þar til stofnað verður sögu- og minjasafn um úrtgerðarsögu Patreksfjarðar.

 

Myndirnar tók Janus Traustason.

fimmtudagurinn 31. desember 2015

Patrekur BA 64

Patrekur BA 64
Patrekur BA 64
1 af 2

Í dag eru nákvæmlega 26 ár frá því að fyrsta skip Odda hf. var afhent en það var 31. desember 1989. Skipið var Patrekur BA 64 sem hafði verið í eigu Patreksfirðinga í nokkur ár. Það er því gaman að því að hið nýja skip Odda hf. skuli fá sama nafn en Haukaberginu var gefið nýtt nafn í gær, Patrekur BA 64. Megi gæfa fylgja nýja skipinu og nafninu.

föstudagurinn 4. desember 2015

Starfsafmćlum fagnađ

Í morgun voru ţessir starfsmenn heiđrađir: Marta, Marek, Boguslaw, Henryk, Marek, Halina, Beata, Marzena, Wioletta, Pétur, Janusz og Anna.
Í morgun voru ţessir starfsmenn heiđrađir: Marta, Marek, Boguslaw, Henryk, Marek, Halina, Beata, Marzena, Wioletta, Pétur, Janusz og Anna.
1 af 2

Í morgun voru 9 starfsmenn heiðraðir fyrir að hafa starfað í meira en 10 ár og 3 starfsmenn fyrir að hafa starfað í meira en 15 ár í Odda hf. en fyrr í haust voru 7 starfsmenn heiðraðir fyrir að hafa starfað í meira en 10 ár. Þessir starfsmenn hafa því 205 ára starfsreynslu sem er verðmætur sjóður. Meðalstarfsaldur starfsmanna í Odda hf. er u.þ.b 9 ár. Við óskum þessum starfsmönnum til hamingju og hlökkum til samstarfsins næstu ár.

 

Rocznica z okazji pracowników ktorzy pracuja 10 lat i powyzej.

Dzis rano, 9 pracownikow bylo uhonorowanych za przepracowanie 10 lat, oraz 3 pracownikow ktorzy przepracowali wiecej niz 15 lat. W okresie jesieni 7 pracownikow zostalo uhonorowanych za przepracowanie wiecej niz 10 lat. Pracownicy ktorzy obchodzili te rocznice, w sumie przepracowali 205 lat, co jest bardzo cenne dla zakladu. Srednia wieku pracy w Oddim wynosi srednio 9 lat. Zyczymy tym pracownikom wszystkiego najlepszego, oraz liczymy na owocna przyszlosc.

mánudagurinn 23. nóvember 2015

Nýtt skip til Odda hf.

Haukabergiđ leggst ađ bryggju á Patreksfirđi.
Haukabergiđ leggst ađ bryggju á Patreksfirđi.
1 af 2

Nýtt skip, Haukaberg SH-20, kom til heimahafnar á Patreksfirði sl. laugardagskvöld. Hið nýja skip, sem kemur í staðinn fyrir Brimnes BA 800, er talsvert stærra og yfirbyggt og mun því verða mikill munur hjá áhöfninni að fara yfir á nýja skipið.

 

Fjölmenni kom og tók vel á móti hinu nýja skipi og fagnaði með okkur í Odda. Þorsteinn Ólafasson, skipstjóri, sagði að siglingin hefði gengið vel og skipið væri traust.

miđvikudagurinn 11. nóvember 2015

Starfsmannabreytingar í Odda í nóvember 2015

Við bjóðum  velkomin  nýja starfsmenn til starfa hjá okkur í Odda, þau Ara Hafliðason og Jónu Sigursveinsdóttur sem koma yfir til okkar  frá Þórsberg á Tálknafirði.    
 
Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir er nýr verstjóri og hefur mikla reynslu á því sviði. Ari Hafliðason er nýr skrifstofustjóri og mun sinna ýmsum verkefnum fyrir félagið, enda með margvíslega reynslu af rekstri í sjávarútvegi.  
 
Jafnframt hættu hjá okkur tveir starfsmenn.  
María Ragnarsdóttir launafulltrúi er farin til að að sinna eigin fyrirtæki í ferðaþjónustu og Lilja Sigurðardóttir tók við nýju starfi  1. nóvember sem gæðastjóri hjá Fjarðarlax.  
 
Viljum við þakka Maríu og Lilju kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár  og óskum þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum. 
 
Eldri fćrslur
Vefumsjón