rijudagurinn 26. janar2010

Langur starfsaldur

Nokkrum  starfsmönnum Odda hf.  voru á dögunum veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu fyrirtækisins. Við það tækifæri var þeim þakkað langt og farsælt starf hjá fyrirtækinu.

 

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við þetta tækifæri eru þeir starfsmenn sem unnið hafa í landi lengur en tíu ár hjá fyrirtækinu en það eru alls tólf starfsmenn og hafa þeir unnið samtals í 170 ár.

 

Við þetta tækifæri kom fram að meðalafköst  hvers starfsmanns, sem hafa unnið í tíu ár hjá fyrirtækinu við snyrtingu og pökkun, væru  um tvö þúsund tonn af hráefni.   

 

Ennfremur  kom fram að fyrirtækið væri mjög heppið með starfsmenn sína, sem héldu tryggð við það, legðu sig fram og væru því svo og samfélaginu öllu mjög mikilvægir.

 

Á myndinni talið frá vinstri:

Halina, Sigurður, Janusz, Marzena, Anna, Beata, Hrafnhildur, Rannveig, Pétur, Wioletta, Smári og Skjöldur.

fimmtudagurinn 20. gst2009

Npur veiar

Núpur BA fór sinn fyrsta túr s.l. sunnudagskvöld eftir sumarstopp síðan í júní. Unnið hefur verið að endurbótum og viðhaldi á skipinu meira og minna í allt sumar

 

Núpur fór í slipp í Hafnarfirði í júní og var þar fram í júlí. Þar voru gerðar lagfæringar á skrúfu og stýri, skipið var sandblásið að hluta, auk hefðbundins viðhalds.

 

Skipið kom aftur til Patreksfjarðar 19. júlí og var þá strax hafist handa við upptekt á aðalvél og endurnýjun glussalagna. Þau verk hafa verið í höndum Vélsmiðjunnar Loga á Patreksfirði auk þess sem starfsmenn Odda hafa komið að þeim, þeim viðgerðum er nú lokið. Áhöfn Núps er sú sama og á síðustu vertíð.

rijudagurinn 10. mars2009

Slkkvilii frar gjafir

Vátryggingafélag Íslands hf. og Vestri ehf. færðu Brunavörnum Vesturbyggðar og Slökkviliði Tálknafjarðar að gjöf 2 talstöðvar fyrir reykkafara.

 

Þessar gjafir fengu slökkviliðsmenn fyrir vasklega framgöngu um borð í Vestra BA-63 þegar eldur kom upp í skipinu í Patrekshöfn í byrjun nóvember á síðasta ári. Reykköfun er unnin við mjög erfiðar aðstæður og um borð í skipum eru þrengsli oft mikil, því er mikilvægt að góð samskipti séu á milli manna og gegna talstöðvarnar þar lykilhlutverki.

Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar og Tálknafjarðar þakkaði fyrir gjöfin og sagði að talstöðvarnar kæmu sér mjög vel og væru mikilvægt öryggstæki fyrir reykkafara.

 

Á myndinni, sem tekin var við þetta tækifæri, eru Jón Árnason skipstjóri á Vestra, Agnar Óskarsson framkvæmdastjóri tjónasviðs VÍS, Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri og Ingimundur Óðinn Sverrisson varaslökkviliðsstjóri.

rijudagurinn 20. janar2009

Vestri

Vestri BA 63 kom til hafnar á Patreksfirði í morgun eftir miklar viðgerðir og endurbætur vegna bruna í byrjun nóvember s.l. Skipt var um allar innréttingar og tæki í brú, hluta innréttinga í íbúðum, rafkerfi skipsins var endurnýjaða að hluta ofl. Viðgerðin gekk vel og eru menn ánægðir með útkomuna. Vestri BA fer á veiðar á morgun.

fstudagurinn 2. janar2009

Jlaskemmtun starfsmanna Odda hf

 

Starfsmenn Odda hf héldu jólaskemmtun 30. desember og var gert ýmislegt til skemmtunar. Boðið var upp á súkkulaði og kökur og sungnir pólskir og íslenskir jólasöngvar undir öruggri stjórn þeirra systra Elzbieta Kowalczyk skólastjóra og Maria Jolanta tónlistarkennara og kórstjóra við Tónskólann í Vesturbyggð. Þær systur sungu einnig nokkur lög á pólsku og Elizabet las pólska jólasögu. Í lokin mættu íslenskir jólasveinar á leiði til fjalla og kættu yngsta hópinn með ærslum og gáfu þeim jólapoka. Starfsmenn Odda hf. þakka þeim systrum kærlega fyrir þeirra þátt í jólaskemmtuninni Þá var öllum starfsmönnum afhent gjafakort fyrir úttekt á flugeldum hjá Björgunarsveitinni Blakk og þannig slegnar tvær flugur í einu höggi að sýna starfsmönnum þakklætisvott fyrir góð störf á árinu 2008 og styrkja um leið hið góða starf hjá Blakki.

 

Var vel mætt á þessa jólaskemmtun sem var með nokkuð öðrum hætti en oft áður.

 

Starfsmönnum Odda hf. og Patreksfirðingum eru færðar bestu óskir um gleðilegt og farsælt nýtt ár.

Eldri frslur
Vefumsjn